Stuart Baxter knattspyrnuþjálfari frá Englandi hefur verið rekinn úr starfi sínu í Indlandi eftir ummæli sem hann lét falla um helgina.
Baxter er þjálfari Odisha í Ofurdeildinni í Indlandi, stjórinn er 67 ára gamall og kemur frá Wolverhampton í Englandi.
Odisha er á botninum í Ofurdeildinni og hefur aðeins átta stig eftir 14 leiki, Baxter var ósáttur með dómara leiksins eftir 1-0 tap gegn Jamshedpur í gær.
„Það verða ákvarðanir að falla með þér og þær gerðu það ekki,“ sagði Baxter eftir tapið.
„Ég veit ekki hvað þarf að gerast svo við fáum vítaspyrnu, ég held að leikmaður minn verði að nauðga einhverjum eða láta nauðga sér til að fá vítaspyrnu“
Stjórnarmenn Odisha fordæmdu ummælin um leið og ákváðu svo síðar um kvöldið að reka Baxter úr starfi.