Ben Davies var kynntur sem leikmaður Liverpool fyrir örfáum mínútum en hann kemur til Liverpool frá Preston North End.
„Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig, það kom mér auðvitað á óvart að lið á stærð við Liverpool vildi fá mig en þegar maður áttar sig á því að þetta sé alvara áttar maður sig á stærðinni á tækifærinu fyrir mig“ segir Davies um félagskiptin.
Kaupverðið er um 2 milljónir punda en hann er 25 ára miðvörður og hefur spilað við góðann orðstír hjá Preston.
Liverpool mun svo að öllum líkindum kynna Ozan Kabak seinna í dag en hann kemur til Liverpool á láni frá Schalke 04.
✍️ Welcome to the Reds, Ben Davies.
— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2021