Diego Costa fyrrum framherji Chelsea og Atlético Madrid gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina en hann er samningslaus eins og stendur.
Veðbankar á Bretlandi telja West Ham líklegasta áfangastað Costa, Diego Costa þekkir ensku deildina vel en hann var markahæsti maður deildarinnar þegar að Chelsea vann deildina árið 2017 undir stjórn Conte.
Stuðningsmenn West Ham eru nú þegar farnir að æsa sig yfir fréttunum og virðast ansi spenntir yfir því að fá kappann til London á ný en nú í vínrautt.
„Ég hleyp á nærbuxunum alla 27 km í vinnuna á morgun ef Costa kemur“ segir einn stuðningsmaður West Ham á twitter og bætir svo annar við „Ef að Costa kemur og David Moyes fær ekki styttu af sér fyrir utan London Stadium þá veit ég ekki hvað“
Rumours are circulating that Diego Costa has been offered to a Premier League club, believed to be West Ham.
A good signing for the Hammers? pic.twitter.com/mSNz9wJdWh
— BETFRED (@Betfred) February 1, 2021