Björn Bergmann Sigurðarson hefur snúið aftur til norska úrvalsdeildarliðsins Molde en þetta er í þriðja skiptið sem hann gengur til liðs við Molde.
Hann kemur til Molde frá Lilleström en hann hefur leikið þar síðan í september og hjálpaði liðinu að komast aftur upp í norsku úrvalsdeildina en hann skrifar undir tveggja ára samning við Molde.
„Ég fékk tiboð sem ég gat ekki sagt nei við. Félögin eru að ná samkomulagi um skiptin,“ sagði Björn Bergmann við Romeriks Blad á dögunum.
Björn sem er 29 ára spilaði með Molde á árunum 2014 til 2017 við góðann orðstír, Björn Bergmann á að baki 17 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim eitt mark.