fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Jóhannes ósáttur – „Mér þætti eðlilegt að forsetinn tæki boltann“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 15:20

Jóhannes Haukur Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur birt færslur á Twitter síðustu daga þar sem hann biðlar til Disney um að gera efni sitt aðgengilegt með íslenskri talsetningu á streymisveitu sinni, Disney+.

Flest allt barnaefni sem Disney hefur gefið út hefur verið talsett á íslensku en ekki er hægt að nálgast það í gegnum streymisveitu þeirra og spyr hann hvers vegna þeir bjóði Íslendingum upp á áskrift ef ekki er hægt að horfa á efnið með íslenskri talsetningu sem er til hjá þeim.

Blaðamaður DV hafði samband við Jóhannes og hann hrósar Disney fyrir að hafa fjármagnað talsetningu á íslensku en eina sem er eftir sé að bæta því inn á streymisveituna.

„Íslenska er eitt af elstu tungumálum heims sem enn er talað og er það mikil skrautfjöður í hatt þeirra að hafa staðið í að styrkja íslenska talsetningu en við þurfum að ná eyrum þeirra og gera þetta aðgengilegt fyrir fólkið sem talar tungumálið,“ sagði Jóhannes í samtali við blaðamann. Hann bætir við að honum finnist að forseti Íslands ætti að beita sér fyrir því að gera talsetninguna aðgengilega:

„Mér þætti eðlilegt ef forsetinn tæki boltann og beitti sér fyrir því að bjarga þessum menningarverðmætum. Þetta er ekki síður verðmæti en handritin okkar. Það þarf þjóðarleiðtoga til og bolmagn ríkisstjórnarinnar jafnvel til að keyra þetta í gang. Ég vona að ráðamenn sjái mikilvægið í þessu, þetta er ekki bara eitthvað smotterí.“

 

Jóhannes vakti líka athygli á því að Disney á réttinn á öllum íslenskum talsetningum og því ekkert þeim til fyrirstöðu að gera talsetninguna aðgengilega.

„Disney hefur alltaf átt allar talsetningar með húð og hári. Um alla framtíð og í öllum miðlum. Þetta hefur flest komið út á dvd. Það er ekkert meira mál að setja íslensku en sænsku eða dönsku. Þetta er bara andvaraleysi og þarf að kippa í liðinn,“ skrifar Jóhannes á Twitter-síðu sína.

Jóhannes er ekki sá eini sem hefur biðlað til Disney um að bæta inn íslenskri talsetningu en Bragi Valdimar Skúlason vakti athygli á málinu í október síðastliðnum.

„Elsku bestu öll. Nú skulum við öll. Já öll (óháð því hvort við erum með Disney+ áskrift eða ekki) demba okkur á netspjallið hans Mikka Músar og heimta alla íslensku textana og talsetningarnar góðu, sem eru sannarlega til í katakombum draumasmiðjunnar – og kæmu sér vel fyrir lítil eyru og augu fyrir framan skjáinn. Látum nú Mikka ræfilinn hafa meira fyrir athugasemdaflóðinu, en þegar hann starfaði sem lærisveinn galdramannsins hér í eina tíð,“ skrifaði Bragi Valdimar á Facebook-síðu sína og bað fólk um að senda póst á Disney um málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus