fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

7.000 manns í ólöglegum íbúðum – Vilja heimila skráningu aðseturs í atvinnuhúsnæði

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 14:08

Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþýðusamband Íslands hefur vinnuhóp til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og leiðir til þess að fá eigendur óskráðra íbúða til að skrá þær opinberlega. Í skýrslu hópsins kom fram að um 5.000-7.000 einstaklingar búi í óleyfisíbúðum.

Flestar óleyfisíbúðir eru í húsnæði sem skipulagt er undir atvinnustarfsemi en er nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Margt erlent verkafólk sem dvelst hér á landi tímabundið vegna vinnu, kýs oft að búa í eins ódýru húsnæði og hægt er á meðan dvölinni stendur. Leigan mun vera mun lægri þar enda um ósamþykktar íbúðir að ræða, ef íbúð er hægt að kalla.

Einnig eru dæmi um að starfsmannaleigur og atvinnurekendur komi starfsmönnum sínum fyrir í óleyfisbúsetu en það fólk hefur oft ekki raunverulegt val um búsetu. Ekki er hægt að skrá lögheimili fólks í atvinnuhúsnæði og því skapast mikil hætta þegar vá steðjar að, eins og eldsvoði, og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir í björgunarstörfum. Vinnuhópurinn leggur til að heimila tímabundið að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir ákveðnar kröfur. Þetta gæti skipt sköpum við björgunarstörf.

„Húsnæðismál eru í ólestri, það er skortur á íbúðum og fólk í neyð þarf að leita í ósamþykkt húsnæði. Það hefur veruleg áhrif á lífgæði fólks og ekki síst barna sem þurfa félagslegt samhengi við skólahverfi og tómstundir. Að búa í mannsæmandi húsnæði er einn af hornsteinum lífsgæða. Þessi skýrsla er brýning til okkar allra og ekki síst stjórnvalda að spýta í lófana og tryggja öllum mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ, í tilkynningu sambandsins til fjölmiðla.

Ekki er langt síðan 3 einstaklingar létust í bruna á Bræðraborgarstíg en þar bjuggu mun fleiri en gert var ráð fyrir og því voru brunavarnir ekki viðunandi.

Vinnuhópurinn var skipaður af Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra, fulltrúa Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Birtu Austmann Bjarnadóttur deildarstjóra Þjónustudeildar, fulltrúa Þjóðskrár Íslands, Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur sviðsstjóra félags- og þróunarsviðs Eflingar, fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur aðstoðarforstjóra, fulltrúa HMS. Verkefnastjóri var Kristinn Tryggvi Gunnarsson, breytingastjóri HMS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Í gær

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð