fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Emma leggur til breytingar – Enginn skömm í því að gera hluti öðruvísi en karlamegin

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Hayes þjálfari Chelsea í kvennaboltanum leggur til að mörkin fyrir konur verði minnkuð, hún telur að það muni gera knattspyrnu kvenna skemmtilegri.

Hayes er 44 ára gömul og hefur stýrt Chelsea í níu ár, á þeim tíma hefur liðið unnið efstu deild þrisvar. Hayes segir að konur verði að hugsa leikinn út frá líkamlegu atgervi kvenna. Enginn skömm sé í því að breyta hlutum og að ekki þurfi allt að vera eins og hjá körlum.

„Ef ég er með karlmann og konu og læt þau hlaupa 15 metra, í flestum tilfellum þá vinnur karlmaðurinn það spretthlaup,“ sagði Hayes.

„Ef ég nota sömu leikmenn og læt þau hoppa úr kyrrstöðu, þá fer karlmaðurinn hærra en konan. Þetta getum við rætt þegar við tölum um markmenn.“

„Það er oft verið að gagnrýna markmenn í kvennabolta, ég tel að markið sé aðeins of stórt. Ef það væri byggt í kringum líkamlega burði okkar, þá værum við oft að tala um frábæra markverði.“

Hayes leggur til breytingar, það þurfi ekki allt að vera eins í knattspyrnu karla. „Í stað þess að bera allt saman við karlana, þá verðum við að búa til okkar íþrótt í kringum okkar líkama. Viðhorfið þarf að breytast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar