Mesut Özil nýtur lífsins í Tyrklandi eftir að hann rifti samningi sínum við Arsenal á dögunum og hélt til Tyrklands. Hjá Arsenal var þýski miðjumaðurinn umdeildur, launahæsti leikmaður liðsins var ekki í plönum félagsins.
Özil tók með sér skeinipappír til Tyrklands sem er með mynd af andliti Piers Morgan, sjónvarpsmaðurinn litríki í Bretlandi þolir ekki Özil.
Morgan er frægasti stuðningsmaður Arsenal og hefur ítrekað látið vita af því hvað honum finnst um Özil. „Ég tók þetta með mér frá London til Istanbúl, til að minna mig á þig. Þú vissir eflaust af þessu, kúkur á Piers,“ skrifar Özil léttur og birtir mynd af sér með.
Piers, I took this with me from London to Istanbul to remind me of you! 🧻🧻 Although you probably knew that already before … 📲👂🏼👀 #PoopOnPiers @piersmorgan pic.twitter.com/Z0dRzQ5gB0
— Mesut Özil (@MesutOzil1088) January 31, 2021
Morgan er eins og von á vísa hvass í sínu svari. „Mesut þú ert fullut af skít, ég er því glaður yfir því að nýtast þarna. Það er þörf á þessu,“ skrifar Morgan.
Mesut, you’re full of cr*p, so I’m glad to be of much-needed use. https://t.co/of1C5gqEQ0
— Piers Morgan (@piersmorgan) January 31, 2021