fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Mikil reiði í Danmörku eftir fréttirnar af Kjartani Henry í dag – „Hvað gerðist? Hver laug?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 12:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talverð reiði í herbúðum Horsens í Danmörku vegna frétta af Kjartani Henry Finnbogasyni. Það kom öllum á óvart þegar Kjartan skrifaði undir hjá Esbjerg í dag. Kjartan fékk samningi sínum hjá Horsens rift á laugardag og töldu forráðamenn félagsins að hann væri á leið heim til Íslands.

Forráðamenn Horsens lifðu í þeirri trú að Kjartan væri að halda heim til Íslands, annað kom á daginn. „Við uppfylltum hans ósk, hann getur því gert það sem hann vill. Það hefur eitthvað breyst því ég talaði við hann á föstudag og laugardag,“ sagði Niels Erik Søndergård, yfirmaður knattspyrnumála hjá Horsens.

„Hann sagði að það væru hlutir í hans fjölskyldu sem hefðu orðið til þess að hann vildi fara fyrr heim til Íslands.“

Kjartan hafði samið við Horsens síðasta haust eftir að hann rifti samningi sínum við Vejle. Horsens leikur í efstu deild en Esbjerg í næst efstu deild.

Kallaðu rotta og margir hissa:

Mikil reiði er á samfélagsmiðlum vegna þessara tíðinda um Kjartan Henry. Stuðningsmenn Horsens eru reiðir. „Þegar Kjartan Henry leitar að Íslandi og þegar ég leita að Kjartani Henry,“ skrifar Nikolaj Birk stuðningsmaður Horsens og birtir mynd af rottum og Esbjerg.

Þjálfari Esbjerg er Ólafur Kristjánsson, einn grínast með það að Kjartan sé því nær heimalandinu í Esbjerg. „Kjartan Finnbogason taldi sig af persónulegum ástæðum þurfa íslenskan þjálfara. Það er Ólafur Kristjánsson,“ skrifar Rasmus Stigsen.

„Ég sat í gær og las grein um að honum hefði verið leyft að fara frá Horsens til að fara heim til Íslands. Fjölskylduástæður var talað um, hvað gerðist? Hver laug?,“ skrifar Stig Hoeg Andersen.

Fleiri ummæli í þessum stíl má finna á samfélagsmiðlum. Kjartan hefur sjálfur sagt að hann hafi ætlað heim til Íslands símtal frá Ólafi Kristjánssyni hafi orðið til þess að hann verður í Danmörku fram á sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg

Sá umdeildi var ekki mættur á æfingu á föstudag – Ástæðan var persónuleg
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Í gær

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Í gær

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy