Það er talverð reiði í herbúðum Horsens í Danmörku vegna frétta af Kjartani Henry Finnbogasyni. Það kom öllum á óvart þegar Kjartan skrifaði undir hjá Esbjerg í dag. Kjartan fékk samningi sínum hjá Horsens rift á laugardag og töldu forráðamenn félagsins að hann væri á leið heim til Íslands.
Forráðamenn Horsens lifðu í þeirri trú að Kjartan væri að halda heim til Íslands, annað kom á daginn. „Við uppfylltum hans ósk, hann getur því gert það sem hann vill. Það hefur eitthvað breyst því ég talaði við hann á föstudag og laugardag,“ sagði Niels Erik Søndergård, yfirmaður knattspyrnumála hjá Horsens.
„Hann sagði að það væru hlutir í hans fjölskyldu sem hefðu orðið til þess að hann vildi fara fyrr heim til Íslands.“
Kjartan hafði samið við Horsens síðasta haust eftir að hann rifti samningi sínum við Vejle. Horsens leikur í efstu deild en Esbjerg í næst efstu deild.
Mikil reiði er á samfélagsmiðlum vegna þessara tíðinda um Kjartan Henry. Stuðningsmenn Horsens eru reiðir. „Þegar Kjartan Henry leitar að Íslandi og þegar ég leita að Kjartani Henry,“ skrifar Nikolaj Birk stuðningsmaður Horsens og birtir mynd af rottum og Esbjerg.
Þjálfari Esbjerg er Ólafur Kristjánsson, einn grínast með það að Kjartan sé því nær heimalandinu í Esbjerg. „Kjartan Finnbogason taldi sig af persónulegum ástæðum þurfa íslenskan þjálfara. Það er Ólafur Kristjánsson,“ skrifar Rasmus Stigsen.
„Ég sat í gær og las grein um að honum hefði verið leyft að fara frá Horsens til að fara heim til Íslands. Fjölskylduástæður var talað um, hvað gerðist? Hver laug?,“ skrifar Stig Hoeg Andersen.
Fleiri ummæli í þessum stíl má finna á samfélagsmiðlum. Kjartan hefur sjálfur sagt að hann hafi ætlað heim til Íslands símtal frá Ólafi Kristjánssyni hafi orðið til þess að hann verður í Danmörku fram á sumar.
Hvad der kommer frem, når Kjartan Finnbogason søger på Island vs Hvad der kommer frem, når jeg søger på Kjartan Finnbogason #sldk pic.twitter.com/rD4gHO424h
— Nikolaj Birk (@nikolajbirk) February 1, 2021
Kjartan Finnbogason mente jo bare, at han ville – af personlige årsager – have en islandsk træner… I form af Ólafur Kristjánsson 👀 #sldk #esbjergfb #achorsens #1division
— Rasmus Stigsen (@rasmusstigsen) February 1, 2021
Jeg sad bogstaveligt talt og læste en artikel i går, der omhandlede at manden havde fået lov til at tage hjem til Island af Horsens………….! Af „familiære forhold“. Altså hvad sker der? Hvem har løjet? Artiklen havde endda både kommentarer fra Finnbogason og ACH #sldk https://t.co/M8osl08x3E
— Stig Hoeg Andersen (@StigHoeg) February 1, 2021