Stjórnarmenn Liverpool hafa nóg að gera í dag á lokadegi félagaskiptagluggans, ljóst er að Liverpool er að kaupa Ben Davies frá Preston.
Davies er örfættur varnarmaður sem kemur nokkuð óvænt til Liverpool fyrir um 2 milljónir punda.
Svo greina nokkrir erlendir miðlar frá því að Ozan Kabak, miðvörður Schlake sé mættur í læknisskoðun í Þýskalandi og fari líklega til Liverpool.
Liverpool myndi fá Kabak á láni fram á sumar með möguleika á að kaupa hann, varnarmaðurinn vill losna frá Schalke sem er í neðsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni.
Kabak er sagður vonast til þess að allt fari í gegn í dag en fleiri varnarmenn hafa verið orðaðir við Liverpool.