fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Sigmundur óttast að stjórnvöld séu að gera Ísland að griðastað erlendra glæpagengja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 12:23

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld séu að koma Íslandi á kortið sem áfangastað fyrir erlend glæpagengi með nýju stjórnarfrumvarpi um málefni innflytjenda. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigmundar í Morgunblaðinu.

Breytingarnar í umræddu frumvarpi snúast um að jafna stöðu þeirra sem leita til Íslands, óháð því hvaðan þeir koma. „Hvort sem þeim er boðið hingað eft­ir að staða þeirra hef­ur verið met­in í sam­ráði við flótta­manna­stofn­an­ir eða mæta sjálf­ir til lands­ins, lög­lega eða ólög­lega,“ eins og Sigmundur orðar það. Telur hann að með þessum breytingum séu Íslendingar að fara í þveröfuga átt við hin Norðurlöndin. Með þessu sé verið að auglýsa Ísland sem ákjósanlegan áfangastað fyrir erlenda glæpamenn:

„Ef slíku fyr­ir­komu­lagi, með út­hlut­un hús­næðis og öðrum stuðningi, yrði komið á hér á sama tíma og ná­granna­lönd­in fara í þver­öfuga átt væri verið að setja stór­an rauðan hring um Ísland sem áfangastað, meðal ann­ars fyr­ir glæpa­gengi sem taka oft al­eig­una af fólki með því að selja því vænt­ing­ar um betra líf á nýj­um stað. Eft­ir að breyt­ing­ar voru gerðar á mót­töku­kerfi flótta­manna í Finn­landi komu þangað fljót­lega 50-60.000 flótta­menn frá til­teknu landi. Í ljós kom að straum­ur­inn hefði áður legið til Belg­íu en breyt­ing­in sem Finn­arn­ir töldu smá­vægi­lega hafði fært hann til þeirra.

Breyt­ing­in sem ís­lensk stjórn­völd boða er hins veg­ar ekki smá­vægi­leg. Af­leiðing­in yrði sú að þúsund um­sókn­ir á ári gætu marg­fald­ast hratt. Ef ekki yrði stefnu­breyt­ing myndi um­sókn­um halda áfram að fjölga þangað til ekki yrði við neitt ráðið fyr­ir 350.000 manna þjóð. Reynsla ná­granna­land­anna sýn­ir að það er ólík­legt að gripið yrði til ráðstaf­ana í tæka tíð. Á meðan mun kostnaður­inn við mála­flokk­inn marg­fald­ast og geta okk­ar til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda mun líða fyr­ir.“

Sigmundur bendir á að hælisumsóknir séu nú hlutfallslega sexfalt fleiri á Íslandi en í Noregi og Danmörku. Þetta sé afleiðingin af því að á sama tíma og hin Norðurlöndin reyna að hamla ásókn hælisleitenda séu Íslendingar að auglýsa landið sem æskilegan griðastað:

„Ekki er langt síðan hlut­fall um­sókna var lang­lægst á Íslandi enda landið ekki fyrsti áfangastaður hæl­is­leit­enda. Það sem hef­ur gerst síðan þá er að hin Norður­landa­rík­in hafa mark­visst unnið að því að draga úr slík­um um­sókn­um á meðan ís­lensk stjórn­völd hafa tekið ákv­arðanir sem aug­lýsa Ísland sem væn­leg­an áfangastað.

Hlut­falls­lega eru um­sókn­ir á Íslandi nú sex­falt fleiri en í Nor­egi og Dan­mörku. Það er af­leiðing þeirra skila­boða sem þau lönd hafa sent frá sér og þeirra skila­boða sem ber­ast frá Íslandi. Ný­verið sagði for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur að mark­miðið væri að eng­inn sækti um hæli í Dan­mörku. Landið mun áfram taka við flótta­fólki en það vill hafa stjórn á því hverj­um er boðið þangað.“

48 tíma reglan

Sigmundur segir að flestir sem leiti hælis á Íslandi hafi fengið alþjóðlega vernd í öðru landi og eigi ekki rétt á hæli hér. Afar hægt gangi að afgreiða mikinn fjölda umsókna en þar sé við stjórnvöld að sakast en ekki starfsfólk Útlendingastofnunar. Á síðasta ári hafi Miðflokkurinn lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekin yrði upp 48 tíma reglan hérlendis en hún felur í sér að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á hæli fái afgreiðslu sinna mála innan 48 tíma. Norðmenn hafi beitt þessari reglu með góðum árangri.

„Evr­ópu­sam­bandið viður­kenn­ir að flest­ir þeirra sem sækja um hæli séu í leit að betri kjör­um og betra lífi frem­ur en eig­in­leg­ir flótta­menn. Fyr­ir ligg­ur að stór­hættu­leg glæpa­gengi skipu­leggi þess­ar ferðir að miklu leyti. Þau halda úti face­booksíðum, dreifa aug­lýs­ing­um á götu­horn­um og leita allra leiða til að selja fólki óraun­hæf­ar von­ir um betri kjör. Upp­lýs­ing­ar um bestu áfangastaðina dreifast hratt á sam­fé­lags­miðlum,“ segir Sigmundur enn fremur í grein sinni.

Í lok greinar sinnar hvetur hann Íslendinga til að læra af reynslu annarra Norðurlanda í málefnum hælisleitenda og feta þá slóð sen Danir séu að fara núna:

„Dan­ir gera sér nú grein fyr­ir því að sterkt vel­ferðar­kerfi og opin landa­mæri fari ekki sam­an. Við ætt­um að líta til reynslu Dana og ígrundaðrar stefnu danskra jafnaðarmanna. Hverf­um frá þeirri yf­ir­borðsmennsku sem ein­kennt hef­ur umræðu um þessi mál. Umræðu þar sem þeir sem sem benda á staðreynd­ir og leita leiða til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda eru kallaðir öll­um ill­um nöfn­um til að hindra rök­ræðu og viðhalda tál­sýn. Fyrsta skrefið er að hætta að gera ástandið verra með frum­vörp­um eins og því sem rík­is­stjórn­in boðar nú.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir