fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Landamærasmitin ógna okkur áfram – Tilslakanir væntanlegar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 11:20

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn greindist með COVID-19 innanlands um helgina. Enginn utan sóttkvíar hefur greinst frá 20. janúar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að hann myndi á næstunni kynna heilbrigðisráðherra tillögur að tilslökunum í sóttvarnaaðgerðum sem tækju gildi áður en núverandi tímabili er lokið, sem er 17. febrúar, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um innihald þeirra.

Þórólfur sagði að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu en ánægjulegt væri hve vel hefði tekist til undanfarið. Um helgina greindust 11 smit á landamærunum. Flugferðum hefur fækkað en daglega koma 200-400 manns til landsins.

Undanfarið hafa sóttvarnayfirvöld brýnt fyrir atvinnurekendum að láta fólk sem er nýkomið til landsins ekki mæta til vinnu fyrr en niðurstaða liggur fyrir í seinni sýnatöku. Dæmi eru um að eftir þessu sé ekki farið. Þórólfur minnti á að þriðja bylja hófst á landamærasmiti hjá aðila sem ekki fór eftir reglum.

Ljóst er að ógn stafar af þessu. Breska afbrigðið svokallaða, sem er meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, hefur greinst hjá 55 manns á landamærum og 13 innanlands sem höfðu náin tengsl við hina fyrrnefndu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“
Fréttir
Í gær

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“