fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Salah segir að þetta verði að gerast svo að Liverpool verði meistari á nýjan leik

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah segir að Liverpool verði að vinna alla 17 leikina sem liðið á eftir í enskku úrvalsdeildinni, til að endurheimta titilinn. Þetta sagði Salah eftir góðan sigur á West Ham í gær þar sem hann var hetja liðsins.

Salah skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í 1-3 sigri en bæði mörk hans komu í síðari hálfleik.

Eftir að hafa hikstað hressilega í deildinni hefur Liverpool nú náð vopnum sínum og unnið tvo góða útisigra í röð. Liðið er komið upp í þriðja sæti deildarinnar.

„Ef við ætlum að vinna ensku deildina í ár þá verðum við að vinna alla leiki,“ sagði Salah, léttur í lund að leik loknum.

„Við verðum að halda áfram að vinna, það er það eina sem er í boði ef þú ætlar að vinna deildina. Þetta hefur verið góð vika.“

„Þetta var góður sigur, annar sigurinn í röð. West Ham voru öflugir, við verðum bara að halda áfram að vinna leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Í gær

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins