Arsenal tók á móti Manchester United í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal.
Ætla má að leikurinn hafi verið vonbrigði fyrir stuðningsmenn beggja liða. Ekkert mark var skorað í leiknum.
Manchester United er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Arsenal situr í 8. sæti með 31 stig.
Arsenal 0 – 0 Manchester United