UFC stjörnunni Khabib Nurmagomedov hefur verið boðið samning hjá rússneska liðinu FC Makaz en liðið leikur í þriðju efstu deild Rússlands.
FC Kamaz byrti í dag færslu á Instagram að tilkynna samningsboðið, Khabib sem hefur áður sagt að æskudraumur hans hafi verið að gerast atvinnumaður í fótbolta svo skemmtilegt verður að sjá hvort að hann láti æskudrauminn rætast og samþykki tilboðið.
Khabib sem er ósigraður í 29 bardögum í UFC sást á dögunum í fótbolta og fór myndband af honum í dreifingu á netinu en kappinn býr yfir talsverðum hraða og kann svo sannarlega að sparka í bolta.
Khabib er nú staddur í Dubai með Virgil Van Dijk varnarmanni Liverpool en þeir kappar byrtu mynd af sér saman á samfélagsmiðlum.