Sumir knattspyrnumenn eru ríkulega skreyttir húðflúrum. Húðflúr David Beckham vöktu til dæmis athygli á sínum tíma og Aron Einar Gunnarsson, skartar virkilega flottu húðflúri af skjaldarmerki Íslands á bakinu.
Marcos Rojo, leikmaður Manchester United, fékk sér á dögunum húðflúr af Maradona, knattspyrnugoðsögninni sem lést á síðasta ári. Rojo er frá Argentínu líkt og Maradona.
Á húðflúrinu er Maradona með vindil og klæddur eins og Fidel Castro.
Arturo Vidal, leikmaður Inter Milan er þakinn húðflúrum. Eitt af þeim fékk hann sér árið 2016 eftir að sonur hans greindist með sykursýki eitt. Húðflúrið er mynd af insúlín pumpu til stuðnings syni hans.
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid er með fjöldamörg húðflúr. Til að mynda til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York þann 11. september 2001 og í Madrid þann 11. mars árið 2004.
Þá er hann einnig með stjörnu á vinstri handlegg sínum til minningar um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Antonio Puerta sem lést aðeins 22 ára að aldri árið 2007.