Söngkonan Elísabet Ormslev er nýlega gengin út. Sá heppni er hljóðhönnuðurinn Sindri Þór Kárason. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Elísabet er Vatnsberi og Sindri er Vog.
Vatnsberinn og Vogin eru bæði loftmerki og pörun þessara merkja er áreiðanleg og sterk. Þau hafa bæði ríka tjáningarþörf og þörf fyrir að skiptast á hugmyndum og skoðunum. Vogin elskar það þegar aðrir taka stefnuna og Vatnsberinn þrífst í leiðtogahlutverkinu.
Þegar Vatnsberinn og Vogin koma saman og verða ástfangin, þá verða þau alveg virkilega ástfangin. Vogin tekur Vatnsberanum eins og hann er, sem skiptir hann miklu máli. Vatnsberinn getur hjálpað Voginni að losa um allar hömlur, sérstaklega í svefnherberginu.
Þrátt fyrir að eiga margt sameiginlegt getur reynst þeim erfitt að aðlagast karakter hvort annars en lykillinn er virðing. Á meðan þau bera virðingu fyrir hvort öðru er ekkert vandamál of stórt. Það er margt spennandi fram undan hjá parinu.
Vatnsberi
15. febrúar 1993
Vog
6. október 1988