Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd. Í tilkynningu segir að það sé vegna máls sem lögreglan hafi nú til rannsóknar.
Maðurinn er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Þá eru þeir sem kunna að vita hvar hann er að finna, eða þekkja til mannsins, beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Hægt er að hringja í lögregluna í 444-1000, senda henni tölvupóst á abending@lrh.is, eða í einkaskilaboðum á Facebook síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.