fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Matur

Þetta borðar Aldís Amah á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 30. janúar 2021 18:00

Aldís Amah Hamilton. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Amah Hamilton listakona varð nýlega vegan, en hefur að mestu leyti verið grænmetisæta síðastliðin sjö ár. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi?

Aldís Amah lýsir venjulegum degi í lífi sínu. „Ég er sjálfstætt starfandi listakona. Sem þýðir að flesta daga ræð ég vinnutímanum sjálf og vakna bara þegar ég vakna. Það getur verið klukkan sjö á morgnana, oftast um níuleytið en stundum alveg klukkan ellefu ef ég er dauðþreytt,“ segir hún.

„Það þýðir líka að dagarnir eru óreglulegir. Stundum sakna ég þess að vera 9-5 eða með aðeins meiri rútínu, en svona tarnavinna hefur hentað mér hingað til. Fjölskylduhundurinn þarf heldur aldrei að vera einn eða hafa áhyggjur af því að fá ekki nóg af göngutúrum þar sem ég og foreldrar mínir, sem deilum forræði, erum öll heimavinnandi og búum í 500 metra fjarlægð.“

Aldís Amah kýs að stunda líkamsrækt seinni part dags til að brjóta daginn upp ef hún er ekki verkefnabundin. „Ég nenni ekki að rífa mig fram úr snemma til þess að hanga uppi í sófa restina af deginum. Því ég get það. Oft hverfa heilu klukkutímarnir í góðum tölvuleik eða góðri þáttaröð. Skammast mín ekkert.“

Aldís Amah. Mynd/Sigtryggur Ari

Vegan

Aldís Amah hefur verið grænkeri (e. vegan) síðan í fyrrahaust. „Ég var mestmegnis grænmetisæta frá 2013 en varð alvöru grænkeri haustið 2020 held ég, það var náttúruleg þróun svo það er engin ákveðin dagsetning. Mataræðið mitt er mjög næringarríkt myndi ég segja og ég borða sjaldan mjög „unnar“ vörur. Ég reyni að tikka í flest box fæðuhópanna og þar sem ég elda mikið sjálf hef ég mikla stjórn á því sem fer ofan í mig. Það eru algjör forréttindi að mínu mati og ég er mjög ánægð með það,“ segir hún.

„Þegar ég er í vinnu eru 90 prósent tímans frábærir vegan réttir enda eru margir farnir að fylgja kjötlausum lífsstíl finnst mér. Ég er allavega ALDREI svöng á setti,“ segir Aldís Amah og hlær.

Uppáhalds máltíð?

„Ég ELSKA pítsur. Saknaði þeirra mjög þegar ég hætti að njóta pítsakvölds hjá foreldrum mínum. Núna kann ég að gera frábærar sjálf, þó ég nenni því aldrei, en blessunarlega er æðislegt úrval á pítsustöðum landsins. Mér finnst að Íslenska flatbakan eigi inni hrós fyrir metnaðarfullar vegan pitsur, og svo er ég líka ánægð með Blackbox. Ein besta pítsa sem ég fékk nýlega var avókadópítsa á Pure Deli í Kópavógi,“ segir hún.

„Sjálf geri ég pítsu með blómkálsbotni, nóg af grænmeti, döðlum, salthnetum og heimagerðum kasjúhneturjómaosti. Það er meira en minna á henni í raun.“

Aldís Amah Hamilton. Mynd/Sigtryggur Ari

Matseðill Aldísar Amah

Morgunmatur

Stór tebolli og vítamín. Fer yfirleitt seint á fætur svo morgunverður og hádegisverður slást yfirleitt saman í eina máltíð.

Hádegismatur

Hafragrautur með epli, banana, kanil og rúsínum í grunninn (bæti svo til dæmis engifer á veturna/ berjum á haustin, vanillupróteini eftir æfingaálagi og svo framvegis). Grauturinn er toppaður með hnetusmjöri, jógúrt, möndlum og súkkulaði á tyllidögum. Aðra daga yfirleitt tófúhræra!

Millimál

Yfirleitt er ég södd þar til ég borða kvöldmat. En fæ mér kannski ávöxt eða heimabakað hafrabrauð með avókadó, hummus eða vegan osti. Stundum smá snakk. Eða orkustykki. Það er augljóslega engin regla á þessu hjá mér.

Kvöldmatur

Ég hef alla tíð verið mikil brauðog súpukona. Ég fékk mandólín í jólagjöf og geri oft kúrbítsnúðlur með því og nota í asíska eða ítalska matargerð.

Annars hef ég prófað mig mikið áfram og við mæðgur reynum að elda reglulega saman nýja rétti. Oft eitthvað indverskt, það klikkar ekki og er mjög vegan-vænt.

Eftirréttur

Ég elska ís með múslí. En sykur fyrir svefn hefur rosaleg áhrif á mig því miður, svo desert kemur yfirleitt á eftir hádegismat. Svo er misjafnt eftir dögum hvort ég enda á epli og tei eða dökku súkkulaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn