fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Tal getur dreift kórónuveirunni jafn mikið og hósti

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 15:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örsmáar agnir af kórónuveirunni, sem berast frá vitum okkar þegar við tölum, geta svifið í loftinu mun lengur en stórar agnir eða dropar sem koma frá okkur þegar við hóstum. Það getur því verið jafn smitandi að einhver, sem er smitaður af veirunni, tali við annað fólk og að viðkomandi hósti. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að kórónuveiran geti borist á milli fólks eftir ýmsum leiðum, þar á meðal með örsmáum dropum sem koma frá fólki þegar það andar, talar eða hóstar. Þetta telja sérfræðingar geta skýrt af hverju veiran virðist smitast auðveldar innandyra en utan.

Stórir dropar falla tiltölulega fljótt til jarðar en litlar agnir geta borið veiruna meira en tvo metra og svifið í loftinu. Sérfræðingar hafa þróað líkön til að rannsaka hættuna sem stafar frá stórum dropum og ögnum og leiðir til að draga úr þessari hættu. Niðurstöður þeirra benda til að það taki agnir aðeins nokkrar sekúndur að fara lengra en tvo metra.

„Þú þarft andlitsgrímu, þú þarft að halda góðri fjarlægð á milli þín og annarra og það þarf góða loftræstingu til að þessar agnir hlaðist ekki upp innandyra,“ sagði Pedro Maghalhaes de Oliveira, prófessor og sérfræðingur í aflfræði straumefna við Cambridge háskóla, en hann er meðhöfundur að rannsókninni. Niðurstaða vísindamannanna er að það sé ekki öruggt að standa grímulaus í tveggja metra fjarlægð frá sýktum einstaklingi sem talar eða hóstar, þessu fylgir smithætta að þeirra sögn. Niðurstöður þeirra sýna einnig að klukkustund eftir að sýktur einstaklingur talaði í 30 sekúndur eru mun fleiri öragnir í loftinu en eftir einn hósta. Þetta getur að þeirra mati valdið því að í litlum rýmum, sem eru án loftræstingar, geti þetta verið nóg til að smita fólk af veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Í gær

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Af hverju er bjór seldur í sixpack?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“