fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Vísindamenn hjá NASA klóra sér í höfðinu yfir nýfundinni plánetu – Hafa aldrei séð neitt þessu líkt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 22:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA klóra sér í höfðinu þessa dagana yfir nýfundinni gasplánetu sem er á stærð við Júpíter eða Satúrnus. Hún nefnist KOI5Ab. Það sem gerir hana sérstaka er að hún er í sólkerfi með þremur stjörnum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NASA. Plánetan er víðs fjarri jörðinni í sólkerfinu KOI-5. Hún er á braut um eina stjörnu, A, sem er nátengd stjörnu B. Þær eru á braut um hvor aðra og tekur það þær um 30 ár að fara einn hring. Stjarna C er síðan á braut um þessar tvær og tekur það hana um 400 ár að fara einn hring um þær.

Það er ekki bara sú staðreynd að þrjár stjörnur eru í sólkerfinu sem gerir þessa uppgötvun merkilega, en það er sjaldgæft að finna slík sólkerfi, heldur hefur plánetan sjálf ákveðna eiginleika sem geta hugsanlega hjálpað vísindamönnum við að leysa eina af gátum alheimsins.

„Við vitum ekki um margar plánetur sem eru til í þriggja stjörnu sólkerfum og þessi er sérstök því braut hennar er skökk,“ er haft eftir David Ciardi, hjá NASA Exoplanet Science Institute í fréttatilkynningunni. Þessi skakka braut bendir til að eitthvað hafi gerst við myndum sólkerfisins þegar það var aðeins skífa af efni sem þeyttist um.

Stjörnufræðingar eru ekki vissir um hvað varð til þess að braut plánetunnar varð skökk en þeir telja að þyngdarafl einnar stjörnunnar hafi „sparkað“ í plánetuna þegar hún var að myndast og þannig skekkt braut hennar og orðið til þess að hún flutti inn á við.

„Það er enn mörgum spurningum ósvarað um hvernig og hvenær plánetur myndast í fjölstjörnu sólkerfum og hvernig hægt er að bera þær saman við plánetur í sólkerfum með einni stjörnu. Með því að rannsaka þetta sólkerfi vel færumst við kannski nær því að öðlast innsýn í hvernig alheiminnurinn býr pláneturnar til,“ er haft eftir Ciardi í fréttatilkynningunni.

Vísindamenn telja að þriggja stjörnu sólkerfi séu um tíu prósent allra sólkerfa. Það er í sólkerfum með einni stjörnu sem vísindamenn finna yfirleitt flestar plánetur. Ástæðan fyrir því getur verið að það sé einfaldlega auðveldara að finna þær í slíkum sólkerfum eða að plánetur myndist síður í sólkerfum með fleiri en einni stjörnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið