Það er danska fyrirtækið Simply Chocolate auglýsir eftir súkkulaðismakkara til starfa.
„Við borðum súkkulaði daglega og bragðlaukarnir okkar þekkja Simply Chocolate súkkulaðið betur en nokkuð annað. Þess vegna þurfum við á nokkrum óhlutdrægum bragðlaukum til að smakka og storka súkkulaðinu okkar,“ segir í auglýsingu fyrirtækisins. „Öllum finnst súkkulaði gott. Þú mátt gjarnan eiga þér uppáhaldssúkkulaði, bæði merki og bragð, en það er mikilvægt að þú viljir smakka hvítt, dökkt og mjólkursúkkulaði,“ segir einnig í auglýsingunni. Grænkerar geta einnig sótt um en þurfa að taka það fram í umsókn sinni að þeir séu grænkerar.
Þeir sem verða fyrir valinu verða hluti af „bragðteymi“ Simply Chocolate en í því eru sex manns. Teymið kemur saman einu sinni á ári til að smakka og ræða um súkkulaði. Gallinn við starfið er að engin laun eru í boði (nema ánægjan) en fyrirtækið greiðir allan útlagðan kostnað í tengslum við það.
Það er hægt að senda umsóknir á netfangið: smag@simplychocolate.dk.