fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Krakk hefur fest sig í sessi hér á landi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 07:45

Fíkniefnaneytandi hitar krakk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu ár hefur neysla á krakki verið viðvarandi hér á landi og virðist hún hafa fest sig í sessi í neyslumynstrinu en hefur þó ekki orðið allsráðandi að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. 2018 bárust fréttir af mikilli aukningu á neyslu á krakki og að neytendurnir væru allt niður í fimmtán ára börn. Fréttablaðið hefur eftir Valgerði að þeir sem noti krakk séu ungt fullorðið fólk.

Krakk er kókaín sem er blandað við natron og vatn og hitað til að kristallar myndist. Það er síðan reykt. Krakk varð til í kringum 1970 og á níunda áratugnum varð neysla þess að faraldri í bandarískum stórborgum.

Fréttablaðið hefur eftir Valgerði að auk krakksins sé hópur sem sprauti sig með kókaíni í æð og þar gildi sömu lögmál og um krakkið. Þessar aðferðir séu notaðar til að komast hraðar í vímu, eins og þegar sterkt áfengi er drukkið í stað bjórs. „Allt sem virkar hraðar og kemst hraðar inn í líkamann hefur meiri eituráhrif. Það eru hærri skammtar sem komast inn,“ er haft eftir Valgerði sem sagði að þetta væri einnig meira ávanabindandi.

Hún sagði að þeir sem koma á Vog eftir neyslu krakks eða kókaíns í æð séu oft mjög illa á sig komnir og hafi gengið nærri líkama sínum. „Þetta hefur meðal annars slæm áhrif á hjartað, fólk er illa nært og með fullt af geðrænum einkennum á borð við ofsóknarbrjálæði,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum