fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Vill snúa aftur til Chelsea til að enda ferilinn eftir að hafa halað inn peningum í Kína

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 19:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski miðjumaðurinn Oscar, fyrrverandi leikmaður Chelsea, vill snúa aftur til félagsins áður en hann bindur enda á knattspyrnuferil sinn.

Oscar er aðeins 29 ára gamall. Hann hefur undanfarin ár spilað með Shanghai SIPG í Kína en var á mála hjá Chelsea á árunum 2012-2017.

„Ég er ekki að hugsa um það núna að yfirgefa Kína. En hinn fullkomni endir á knattspyrnuferlinum væri endurkoma til Chelsea. Ég bjó til fallega sögu þar og spilaði í ensku úrvalsdeildinni mjög ungur að árum, á þeim tíma treystu stuðningsmenn liða brasilískum leikmönnum eins mikið. Ég hjálpaði til við að breyta því. Ég tel að það sé ennþá pláss fyrir mig hjá Chelsea,“ sagði Oscar í viðtali.

Hjá Chelsea á sínum tíma, spilaði Oscar 203 leiki, skoraði 38 mörk og gaf 27 stoðsendingar. Hann var í fimm ár hjá félaginu og spilaði fyrir fimm mismunandi knattspyrnustjóra á þeim tíma, varð enskur meistari í tvígang, vann Evrópudeildina og deildarbikarinn.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“