fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Loka þýsku sjúkrahúsi – 99 starfsmenn smitaðir af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 07:00

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hræðslan við stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, B117 afbrigðið sem stundum er nefnt breska afbrigðið, veldur því að búið er að loka Klinikum Bayreuth í suðurhluta Þýskalands. 99 af 3.300 starfsmönnum sjúkrahússins hafa greinst með kórónuveiruna og því hefur verið gripið til harðra aðgerða.

Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að aðeins sé tekið við sjúklingum í bráðatilfellum og að búið sé að aflýsa öllum fyrirhuguðum aðgerðum.  Með bráðatilfellum er átt við hjartaáföll, blóðeitranir, endurlífgun, heilablóðfall, mikla áverka og heilaskaða.

Ekki er hægt að útskrifa sjúklinga fyrr en tvær neikvæðar niðurstöður úr kórónuveirusýnum liggja fyrir. Frank Schmälzle, talsmaður sjúkrahússins, sagði að staðan væri erfið en ekki farin úr böndunum.

11 af smituðu starfsmönnum eru með B117 afbrigðið. Allir aðrir starfsmenn sjúkrahússins verða að vera í sóttkví og mega ekki nota almenningssamgöngur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis

Fær 2,1 milljarð dollara í bætur – Fékk krabbamein af völdum illgresiseyðis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband

Þjálfarinn rekinn eftir að þetta náðist á myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023