Rayo Vallecano tók á móti Barcelona í spænska bikarnum í kvöld. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Barcelona sem lenti undir í leiknum.
Fran Garcia, kom Rayo yfir með marki á 63. mínútu.
Sjö mínútum síðar jafnaði Lionel Messi leikinn fyrir Barcelona með marki eftir stoðsendingu frá Antoine Griezmann.
Hollendingurinn Frenkie De Jong innsiglaði síðan 2-1 sigur Börsunga með marki á 80. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordi Alba.
Rayo Vallecano 1 – 2 Barcelona
1-0 Fran Garcia (’63)
1-1 Lionel Messi (’70)
1-2 Frenkie De Jong (’80)