Nokkrir Íslendingar hafa lokið leik í evrópska boltanum í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK sem tapaði 3-0 fyrir toppliði Olympiakos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld. Öll mörk Olympiakos komu í seinni hálfleik, Sverrir Ingi spilaði allan leikinn. PAOK er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki.
Theodor Elmar Bjarnason, kom inn á 71. mínútu í liði Lamia sem vann 1-0 sigur á Apollon Smirnis í grísku úrvalsdeildinni. Eina mark leiksins kom á 13. mínútu. Lamia er eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með 10 stig.
Í Hollandi var Albert Guðmundsson í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 1-0 fyrir FC Utrecht á heimavelli. Albert spilaði 72 mínútur í leiknum. AZ situr í 4. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 19 leiki.
Í Þýskalandi kom Guðlaugur Victor Pálsson inn á 89. mínútu í liði Darmstadt sem vann 2-1 sigur á Sandhausen í þýsku B-deildinni. Darmstadt lenti undir í leiknum en náði að snúa leiknum sér í vil. Það tók Guðlaug Victor ekki langan tíma að gera sig gildandi í leiknum en hann fékk gula spjaldið aðeins 10 sekúndum eftir að hafa komið inn á. Darmstadt situr í 12. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 18 leiki.
Grikkland:
Olympiakos 3 – 0 PAOK
1-0 Youssef El Arabi (’50)
2-0 Mady Camara (’77)
3-0 Marios Vrushai (’89)
Lamia 1 – 0 Apollon Smirnis
1-0 Anastasios Karamanos (’13)
Holland:
AZ Alkmaar 0 – 1 FC Utrecht
0-1 Sander van de Streek (’69)
Þýskaland:
Darmstadt 98 2 – 1 Sandhausen
0-1 Aleksandr Zhirov (‘1)
1-1 Marvin Mahlem (’36)
2-1 Marvin Mahlem (’48)