Skoska meistaraliðið Celtic, heiðraði í kvöld minningu Jóhannesar Eðvaldssonar, fyrrverandi leikmanns félagsins sem lést á dögunum, 70 ára að aldri.
Félagið birti hjartnæmt myndband á samfélagsmiðlinum Twitter með klippum af ferli Jóhannesar með liðinu og fyrir leik liðsins gegn Hamilton í kvöld var haldin mínútu þögn til minningar um Jóhannes.
Jóhannes gekk til liðs við Celtic árið 1975. Hann spilaði í fimm farsæl ár með skoska stórliðinu. Hann skoraði 36 mörk á ferli sínum hjá Celtic í 188 leikjum og þótti afar fjölhæfur leikmaður sem gat leyst flestar stöður á knattspyrnuvellinum.
Hjá Celtic vann Jóhannes tvo Skotlandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil. Hann var vel liðinn hjá stuðningsmönnum félagsins og hlaut viðurnefnið ‘Big Shuggy.’
„Hvíldu í friði Jóhannes Eðvaldsson. Þú ert aldrei einn á ferð Shuggy,“ voru skilaboðin sem birtust með myndbandi Celtic á Twitter.
RIP Jóhannes Eðvaldsson.
You’ll Never Walk Alone, Shuggy 🍀💚 pic.twitter.com/hS0aw2g7DH
— Celtic Football Club (@CelticFC) January 27, 2021