Hópur óánægðra stuðningsmanna Chelsea, létu í ljós skoðanir sínar fyrir utan heimavöll liðsins, Stamford Bridge. í dag. Thomas Tuchel var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri liðsins eftir að ein af goðsögnum félagsins, Frank Lampard, hafði verið sagt upp störfum.
Hópurinn hengdi upp stóran borða þvert yfir hlið sem stendur fyrir utan heimavöll Chelsea, á honum stóð „Sirkusinn heldur áfram.“
Eflaust er þessum skilaboðum beint til Roman Abramovich, eiganda félagsins en Thomas Tuchel er tíundi knattspyrnustjórinn sem hann ræður til félagsins.
Dræm úrslit Chelsea á tímabilinu eru ástæða þess að Lampard var látinn fara. Liðið situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er sex stigum frá Meistaradeildarsæti þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í kaup á leikmönnum fyrir tímabilið.
#bbcfootball today at Stamford Bridge: Circus Continues pic.twitter.com/TLKRCPV25R
— aziz nuritoff (@nuritoff) January 27, 2021