fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Gæsir tilkynntar til lögreglu – „Gáfu þó eftir að lokum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 17:50

Gæsir á Seltjarnarnesi. Mynd tengist frétt ekki. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennileg tilkynning barst til lögreglu rétt fyrir kl. 16 í dag er varðaði hóp gæsa sem höfðu sest niður til hvíldar í Bríetartúni. Gæsirnar neituðu að færa sig  fyrir umferð, að því er segir í dagbók lögreglu um málið. „Gæsirnar gáfu þó eftir að lokum,“ segir einnig í dagbókinni.

Af öðrum tíðindum dagsins má nefna að á hádegi var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 105 í Reykjavík, en þar rákust saman bíll og rafhlaupahjól. Ekki er vitað um meiðsli eða tjón.

Um fjögurleytið var tilkynnt um öskrandi mann í miðbænum sem sýndi af sér ógnandi hegðun við aðra vegfarendur. Maðurinn var farinn af vettvangi er lögreglu bar að.

Í hádeginu var tilkynnt um hestamann sem féll af baki í hverfi 110. Ekki er vitað um meiðsli en hestamaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda