Í gær greindust fjögur smit innanlands en allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Þá greindust sex einstaklingar á landamærunum en þrír þeirra voru með virkt smit.
Með smitunum sem greindust í gær náðist stór áfangi þegar kemur að fjölda smita. Nú hafa nefnilega samtals greinst hvorki meira né minna en 6 þúsund manns með kórónuveiruna hér á landi.
16 einstkalingar eru nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar en enginn þeirra er á gjörgæslu. Þá eru 56 í einangrun og 46 í sóttkví.