Hákon Arnar Haraldsson, 17 ára leikmaður FCK hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir aðallið félagsins. Markið koma í æfingaleik gegn AGF í dag.
Hákonar Arnar gekk í raðir danska stórliðsins eftir að hafa klár grunnskóla á Akranesi. Hann hefur á síðustu vikum leikið æfingaleiki með aðalliði félagsins.
Leiknar voru þrisvar sinnum 45 mínútur í leik dagsins og var Hákon í liðinu sem lék síðustu 45 mínútur leiksins.
Hann skoraði sjötta og síðast mark liðsins í 6-1 sigri. Hákon vippaði þá boltanum laglega yfir markvörð AGF.
Hákon kemur af mikilli knattspyrnuætt en foreldrar hans léku bæði með A-landsliði Íslands, þau Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson. Þá er bróðir hans Tryggvi Hrafn Haraldsson sem gekk í raðir Vals á dögunum.
129. MÅÅÅL! Og det er helt fortjent, at Hákon Arnar Haraldsson kommer på tavlen efter flere gode træningskampe i år – islændingen spilles fornemt fri af Stamenic og chipper den elegant over keeperen #fcklive #fckagf 6-1
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) January 27, 2021