Það var gjörsamlega allt á suðupunkti á Ítalíu í gærkvöldi þegar nágrannaliðið AC Milan og Inter Milan áttust við í ítalska bikarnum. Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku framherjarnir knáu áttu þá harða rimmu, þeir félagar léku saman hjá Manchester United en ástin var ekki mikil í fyrri hálfleik.
Nú hefur komið fram hvað þeir félagar sögðu við hvorn annan. „Farðu og gerðu voodoo dótið, litli asni,“ sagði Zlatan og vitnaði þá í umræðu sem kom upp eftir að Lukaku yfirgaf Everton og gekk í raðir Manchester United árið 2017.
Hann hafði þá tjáð forráðamönnum Everton það að hann hefði fengið skilaboð frá voodoo dúkku um að ganga í raðir Chelea. Hann gekk þó á endanum í raðir Manchester United.
Zlatan hefur verið sakaður um rasisma með orðum sínum en hann og forráðamenn hafna því alfarið.
Nú er búið að setja texta á allt það sem fór þeirra á milli og má sjá það hér að neðan.
Lukaku would wreck Zlatan and I would pay good money to see it. pic.twitter.com/Dwhw9kenps
— REBEKKA 🤍 (@rebekkarnold) January 27, 2021