fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fékk lögregluvernd – „Þeir sendu mér lykkju sem við gátum hengt barnið okkar í“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 20:00

Dylan Groenewegen í forgrunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikum saman naut hollenski hjólreiðamaðurinn Dylan Groenwegen verndar lögreglunnar vegna alvarlegra hótana sem honum bárust. Í ágúst átti hann sök á að landi hans, Fabio Jakobsen, datt á hjóli sínu og slasaðist alvarlega. Sveif hann á milli lífs og dauða um hríð. Þetta fór mjög illa í marga aðdáendur hans og höfðu þeir í hótunum við Groenwegen.

„Við fengum handskrifuð bréf í pósti, með einu var lykkja sem við gátum hengt barnið okkar í. Þegar þú lest þessi skilaboð og sérð lykkjuna bregður þér. Þetta var augnablikið sem ég sá að þetta gæti ekki gengið svona,“ sagði Groenewegen í samtali við Wielerflits.

Í nokkrar vikur eftir slysið gætti lögreglan því heimilis hans og hann fékk lögregluvernd þegar hann fór út fyrir hússins dyr. „Við kærðum þetta til lögreglunnar sem brást strax við. Það sýnir hversu alvarlegar þessara hótanir voru. Auðvitað snertir þetta þig. Hvað var í gangi? Hvernig gat þetta gerst? Hversu sjúkur er þessi heimur sem við búum í?“ sagði Groenwegen.

Hann var dæmdur í níu mánaða keppnisbann fyrir hans þátt í því að Jakobsen datt. Bannið endar í maí. Hann sagði að hótanirnar gegn honum og barni hans hafi verið miklu erfiðari en keppnisbannið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift