fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Pressan

Ný sænsk rannsókn bendir á nýjan áhættuþátt varðandi kórónuveirusmit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þeir sem hafa drukkið áfengi og orðið ölvaðir vita eflaust að þegar ástandið er orðið þannig þá getur verið erfitt að virða fjarlægðarmörk og annað tengt þeim sóttvarnaaðgerðum sem flestir reyna að fylgja nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En samkvæmt niðurstöðum nýrrar sænskrar rannsóknar þá er áfengi einnig bandamaður kórónuveirunnar inni í líkama fólks.

„Niðurstöðurnar eru skýrar með að áfengi veikir ónæmiskerfið og að hættan á sýkingu eykst,“ hefur Svenska Dagbladet eftir Sven Andreasson, prófessor við Karólínskustofnunina. Í samstarfi við vísindamenn frá Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu fór hann yfir niðurstöður 215 rannsókna, sem hafa verið birtar í vísindaritum, um áhrif áfengisneyslu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Niðurstaðan er skýr: Áfengi og kórónuveiran eru mjög slæm blanda.

Ónæmiskerfið veikist þegar fólk drekkur áfengi og því aukast líkurnar á að smitast af kórónuveirunni en einnig aukast líkurnar á að veikjast alvarlega af sýkingu. Að auki eykur áfengi líkurnar á fjölda lífstílssjúkdóma á borð við sykursýki, ofþyngd og hjarta- og æðasjúkdómum sem geta gert áhrif COVID-19 verri.

Það má síðan ekki gleyma áhrifum áfengis á mannlega hegðun. Ölvað fólk hefur tilhneigingu til að fara síður eftir sóttvarnareglum (virða fjarlægðarmörk, nota andlitsgrímur og þvo hendur) og dómgreind þess skerðist.

Áfengi hefur ekki bara neikvæð áhrif á þróun kórónuveirusmita og alvarleika COVID-19 því það hefur einnig slæm áhrif á andlegu hliðina. Meðal fylgifiska heimsfaraldursins eru einangrun, leiði, stress og þunglyndi. Áfengisneysla gerir þessa þætti enn verri. Að auki veldur andlegt álag því að fólk leitar enn frekar í áfengi. Þar er því kominn vond hringrás sem hefur ýmsar afleiðingar. Í Svíþjóð, og víðar, hefur heimilisofbeldi til dæmis færst í vöxt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Í gær

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Af hverju er bjór seldur í sixpack?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“