Hlaðvarpsþátturinn Hæhæ: Ævintýri Helga og Hjálmars fékk nýverið góðan gest til sín, fyrirsætuna og ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur í þátt til sín. Þátturinn hefur vakið mikla athygli en meðal annars vakti Hringbraut athygli á hluta úr þættinum þar sem Ásdís ræddi um stefnumótamenninguna hér á Íslandi.
Ásdís sagði í þættinum að hér á Íslandi væri stefnumótamarkaðurinn glataður. „Til dæmis eru karlmenn alveg hættir að bjóða út að borða. Þeir eru hættir að dekra konur,“ sagði Ásdís og útskýrði svo nánar hvað hún ætti við.
„Allar vinkonur mínar sem eru single – það er ekki einn maður sem býður þeim út að borða til að kynnast þeim. Það er annaðhvort heim að ríða eða ekki neitt. Það er enginn herramennska í gangi. Úti ef þú myndir dirfast að gera eitthvað svona… hitt er bara aumingjaskapur.“
Þá segir Ásdís að hún sé með hugmynd um hvers vegna þetta sé en hún telur að það megi rekja þetta til ójafnvægis sem ríkir milli kynjanna. „Þú getur alveg verið sterk kona – en það má ekki troða svona mikið á karlmönnum,“ segir Ásdís.
„Ég er búin að segja þetta oft ég er alltaf dæmd fyrir það. Mér finnst virðingin svolítið dottinn af mönnunum – og þeir eru orðnir svolítið „useless“ með tímanum. Konurnar vilja borga. Þær vilja vinna. Þær vilja gera allt. Karlinn bara kemur heim: Og já elskan. Og þegir.“
Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: