fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Arnór Guðjohnsen gat ekki beðið lengur eftir Björgólfi og tók ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands er í skemmtilegu og áhugaverðu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu. Arnór gerir þar upp magnaðan feril sinn og velur sína bestu samherja sína.

Arnór átti farsælan tuttugu ára feril í atvinnumennsku og snéri heim árið 1998 og gekk í raðir Vals. Hann hafði talað við KR en þurfti að bíða eftir því að Björgólfur Guðmundsson, þá aðalmaðurinn í starfi KR kæmi til landsins. Arnór hafði ekki þann tíma á höndum.

„Ég var í viðræðum við KR en það dróst svo á langinn, ég var á leiðinni heim. Bjöggi gamli sem var þá aðalkarlinn í KR, var ekki á landinu, hann var á leiðinni heim og ég var beðinn um að bíða. Ég gat það ekki,“ sagði Arnór en sonur hans, Eiður Smári Guðjohnsen lék þá með KR.

Arnór og Eiður hefðu getað spilað saman í KR.

Arnór var að snúa heim þá 37 ára gamall og vildi taka ákvörðun um hvert skildi fara. Hann hafði reynslu af Val og tók skrefið þangað.

„Ég gat ekki beðið mikið lengur, ég þekkti Val miklu betur en KR. Þegar ég var úti þá æfði ég alltaf með Val á sumrin, ég þekkti ágætlega til þarna. Ég var ekki að hugsa um titla, ég var kominn á þann stað að ég var bara að njóta þess að spila fótbolta.“

Valur var í bullandi fallbaráttu á þeim tíma sem Arnór snéri heim en liðinu tókst með herkjum að halda sérí deildinni. „Þeir voru með aðeins þrjú stig þegar ég kom heim, ég vildi bara halda áfram að spila fótbolta. Ég ætlaði ekki að hætta alveg strax.“

Þetta áhugaverða viðtal við Arnór má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Í gær

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika