Brasilíska goðsögnin Pelé hefur valið sitt lið ársins 2020 og valdi hann hvorki Lionel Messi né Cristiano Ronaldo í liðið.
Lið hans er geysisterkt en talsverð umfjöllun hefur verið um val hans á liði ársins og sérstaklega val hans á framlínunni en liðið var valið í samstarfi við EA Sports en árlegur viðburður FIFA tölvuleiksins þar sem að lið ársins er kynnt er í gangi núna og eru margir frægir fengnir til þess að velja sitt lið en hægt að sjá lið Pelé í heild sinni hér fyrir neðan.
Alisson (m), Thiago Silva, Alexander-Arnold, Alphonso Davies, Sergio Ramos, Thiago Alcantara, De Bruyne, Toni Kroos, Neymar, Mbappe, Robert Lewandowski.
SOUND ON 🔈- Essa é a minha Seleção do Ano no @EAFIFABR Brasil O que você achou? 🔥 – #FIFA21 #TOTY
//
SOUND ON 🔈- This is my Team Of The Year on @EASPORTSFIFA. What do you think? 🔥- #FIFA21 #TOTY pic.twitter.com/TEVvGmE6kM
— Pelé (@Pele) January 22, 2021