Það er ekki oft sem að fótbolti í Möltu kemst í blöðin en undarlegt og skemmtilegt atvik átti sér stað í vikunni, í viðureign Marsa og St. Andrews í næstefstu deild á Möltu sló rafmagninu út og hefði það ekki getað gerst á verri tíma.
Í miðri vítapyrnu slær öllu út og engin leið að vita hvort boltinn hafði endað í netinu eða ekki og verður það líklegast aldrei vitað.
Marsa sem var vinna leikinn 2-0 var á góðri leið að bæta við því þriðja en svo varð ekki en sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá atvikið magnaða hér fyrir neðan
A national powercut happened in Malta last night. Talk about the biggest cliffhanger in football history… pic.twitter.com/jfInJ10i67
— Jack Kenmare (@jackkenmare_) November 29, 2020