Gary Neville sérfræðingur hjá Sky Sport og fyrrum leikmaður og fyrirliði Manchester United hefur spáð fyrir um hve lengi Tomas Tuchel mun endast í starfi sem þjálfari Chelsea, Tuchel er talinn líklegastur til að taka við liðinu.
Neville spáir því að Tuchel muni einungis endast í 18-24 mánuði þar sem að ekki sé mikil þolinmæði fyrir slæmu gengi hjá Chelsea og er José Mourinho eini þjálfarinn sem hefur enst í meira en tvö ár síðastliðin 15 ár.
„Þetta snýst ekki um hvað Frank sé góður þjálfari heldur bara það sem Chelsea gerir, ég vona að Frank gerist góður þjálfari í framtíðinni og finn ég til með honum, og held ég að það muni enda alveg eins með Tuchel því miður, svona virkar bara Chelsea“ sagði Gary Neville í símtali við Sky Sports í dag.
Eins og greint hefur verið frá í mörgum virtustu miðlum heims í dag mun Tuchel að öllum líkindum taka við liðinu og verður spennandi að sjá með framhaldið.
🗣"He will be exposed to the same rules as Frank, and we will be talking about him being let go in the next 2 years, I'm sure of that" @GNev2 thinks that Thomas Tuchel could go through the same experience that most managers do at Chelsea pic.twitter.com/bOCppQIrBc
— Football Daily (@footballdaily) January 25, 2021