fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Er þetta ástæða þess að Ólafur sagði mjög óvænt upp störfum í Garðabæ?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar Ólafur Jóhannesson steig til hliðar sem þjálfari hjá Stjörnunni í nóvember, hann hafði starfað í Garðabænum í eitt ár. Ólafur var ráðinn til starfa sem þjálfari liðsins með  Rúnari Páli Sigmundssyni.

Ekkert hefur komið fram um ástæðu þess af hverju Ólafur ákvað að stíga til hliðar eftir eitt ár í starfi, sögusagnir eru á kreiki um breyttar forsendur hjá Stjörnunni hafi orðið til þess að Ólafur steig til hliðar.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football kom fram í dag að Ólafur hefi verið ráðinn til starfa á þeim forsendum að hann tæki einn við liðinu í vetur. Rúnar Páll Sigmundsson hafi þá ætlað í annað starf innan félagsins, COVID-19 veiran breytti því.

„Þetta var það sem þeir notuðu sem beitu (Á Ólaf), hann kokgleypti það síðasta vetur en svo kemur þessi veira. Þetta starf sem Rúnar ætlaði í verður ekki til, þá heldur hann bara áfram. Því hann stjórnar þessu frá A-Ö,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins sem hafði kafað djúp ofan í málið.

Sögusagnir höfðu verið á kreiki að Rúnar Páll yrði gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá Stjörnunni. Rúnar Páll mun stýra liðinu í sumar ásamt Þorvaldi Örlygssyni sem ráðinn var í stað Ólafs.

„Óli var ekki að meika þetta tveggja þjálfara teymi, heimildirnar eru úr innsta koppi. Fótboltinn sem liðið spilaði var ekki Óla Jó bolta,“ sagði Kristján Óli.

Mikael Nikulásson, annar sérfræðingur þáttarins segir að samstarf Ólafs og Rúnars hafi ekki virkað. „Maður sá það alveg að þetta tveggja þjálfarateymi var ekki að virka, maður sá það frá fyrsta degi. Óli Jó þarf að vera einn, Rúnar getur alveg starfað með einhverjum öðrum. Núna á að reyna það með Todda, það gæti alveg virkað en ég er ekki viss.“

Umræðuna úr Dr. Football má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea fylgist náið með ungum Portúgala

Chelsea fylgist náið með ungum Portúgala
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var brugðið þegar hann rakst á stjörnuna á stefnumótaforriti – Samband hans verið í umræðunni

Var brugðið þegar hann rakst á stjörnuna á stefnumótaforriti – Samband hans verið í umræðunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“