fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Falsaði undirskrift Maradona til að komast yfir skýrslur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 17:30

Maradona undir það síðasta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir Diego Maradona falsaði undirskrift hans til að komast yfir skýrslur af sjúkrahúsi þar sem Maradona hafði dvalið á síðasta ári.

Einn besti knattspyrnumaður allra tíma Diego Armando Maradona, lést þann 25. nóvember síðastliðinn, 60 ára að aldri. Maradona átti magnaðan knattspyrnuferil. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Þremur vikum áður hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur haft stöðu grunaðs manns í rannsókn sem hefur verið á andláti Maradona. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo skömmu eftir andlát hans. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Undirskrift Maradona er sú neðri en fyrir ofan má sjá falsaða undirskrift.

Nú hefur komið í ljós að Luque hafði falsað undirskrift Maradona til að komast yfir læknaskýrslur. Um var að ræða skýrslur vegna meðferða sem Maradona fór í á síðasta ári.

Saksóknari hefur staðfest málið en sérstakur sérfræðingur er varðar undirskriftir var fenginn til að staðfesta þetta. Ekki kemur fram hvort þetta hafi einhver áhrif á rannsókn er varðar Luque og andlát Maradona.

Fjölskylda Maradona hefur sakaða Luque og aðra sem komu að því að aðstoða Maradona um að vanrækja hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var brugðið þegar hann rakst á stjörnuna á stefnumótaforriti – Samband hans verið í umræðunni

Var brugðið þegar hann rakst á stjörnuna á stefnumótaforriti – Samband hans verið í umræðunni
433Sport
Í gær

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“
433Sport
Í gær

,,Hann var frábær strákur en lítur ekki út fyrir að vera á sama stað í dag“

,,Hann var frábær strákur en lítur ekki út fyrir að vera á sama stað í dag“