Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að bóluefnið hafi verið geymt í of miklu frosti þegar það var flutt frá aðallager heilbrigðisyfirvalda til fimm svæða utan höfuðborgarinnar. „Þetta er mjög óheppilegt og við tökum þessu mjög alvarlega,“ sagði talsmaður Apoteket AB, sem sér um flutning bóluefnisins, í samtali við Expressen.
Þegar bóluefnið var flutt var það geymt við -70 gráður en það á aðeins að geyma við -40 gráður. Hins vegar á að geyma bóluefnið frá Pfizer/BioNTech við -70 gráður.
Búið var að nota 1.000 skammta þegar mistökin uppgötvuðust. Þeir 1.100 skammtar sem voru ónotaðir voru þá strax teknir til hliðar. Heilbrigðisyfirvöld segja að miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja þá fylgi því engin heilsufarsleg hætta að fólk fékk bóluefnið en verið sé að rannsaka hvort þetta gæti hafa haft áhrif á virkni þess og hvort hugsanlega þurfi að gefa fólkinu nýjan skammt í staðinn.