Hættulegt atvik átti sér stað í leik Middlesbrough og Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í dag. Dael Fry, leikmaður Middlesbrough, var „millimetrum frá því að missa augað,“ samkvæmt Neil Warnock knattspyrnustjóra liðsins.
Atvikið átti sér stað á 14. mínútu þegar Fry varð fyrir hættusparki frá Jarrad Branthwaite, leikmanni Blackburn. Spark Branthwaite fór beint í andlitið á Fry.
„Læknirinn segir að hann hafi verið millimetrum frá því að missa augað,“ sagði Neil Warnock á blaðamannafundi eftir leik.
Leikurinn endaði með 1-0 sigri Blackburn en Warnock segir að það hafi ekki skipt neinu máli í ljósi atvika. Um klárt óviljaverk var að ræða af hálfu Branthwiate en Warnock lét hann heyra það í leikslok.
„Þetta atvik breytir leiknum, eftir það skiptu úrslitin ekki neinu máli. Ég tel að þetta hafi verið óviljaverk en hann er að stefna öryggi leikmannsins í hættu,“ sagði Warnock.
Battered and bruised @Daelfry1 pic.twitter.com/O4cbo1ykiA
— Middlesbrough FC (@Boro) January 24, 2021