Albert Guðmundsson, spilaði allan leikinn í liði AZ Alkmaar og átti stoðsendingu er liðið vann 3-2 sigur á Feyenoord í dag. Leikið var á heimavelli Feyenoord.
Jesper Karlsson, kom AZ yfir með marki á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Alberti.
Á 32. mínútu jafnaði hins vegar Nicolai Jörgensen metin fyrir Feyenoord og stóðu leikar í hálfleik því 1-1.
Myron Boadu kom AZ aftur yfir í leiknum með marki á 47. mínútu áður en að Mark Diemers, jafnaði metin fyrir Feyenoord á ný.
Það var hins vegar Myron Boadu sem skoraði sitt annað mark í leiknum og gulltryggði 3-2 sigur AZ á 70. mínútu.
AZ komst með sigrinum upp fyrir Feyenoord í deildinni. AZ situr í 4. sæti deildarinnar með 37 stig. Feyenoord er í 5. sæti með 35 stig.
Feyenoord 2 – 3 AZ Alkmaar
0-1 Jesper Karlsson (’10)
1-1 Nicolai Jörgensen (’32)
1-2 Myron Boadu (’47)
2-2 Mark Diemers (’58)
2-3 Myron Boadu (’70)