Schalke 04 tók á móti Bayern Munchen í þýsku deildinni í dag. Leikurinn endaði með örggum sigri Bayern en leikið var á Veltins-Arena, heimavelli Schalke.
Thomas Muller, kom Bayern Munchen yfir með marki eftir stoðsendingu frá Joshua Kimmich á 33. mínútu.
Robert Lewandowski bætti við öðru marki Bayern á 54. mínútu og Thomas Muller skoraði þriðja mark liðsinss á 88. mínútu.
Það var síðan David Alaba sem innsiglaði 4-0 sigur Bayern Munchen með marki á 90. mínútu.
Bayern er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 42 stig eftir 18 leiki. Schalke er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig, tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Schalke 04 0 – 4 Bayern Munchen
0-1 Thomas Muller (’33)
0-2 Robert Lewandowski (’54)
0-3 Thomas Muller (’88)
0-4 David Alaba (’90)