Manchester United tekur á móti Liverpool í fjórðu umferð enska bikarsins í dag. Leikið verður á Old Trafford heimavelli Manchester United og hefst leikurinn klukkan 17:00.
Liðin mættust fyrir viku síðan í ensku úrvalsdeildinni, leikurinn endaði með 0-0 jafntefli og verður fróðlegt að sjá hvernig leikur milli liðana í bikarkeppni spilast þar sem sigurvegarinn hlýtur sæti í næstu umferð keppninnar.
Ole Gunnar Solskjær, gerir fimm breytingar á sínu byrjunarliði frá því í leik liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.
Meðal annars fær Bruno Fernandes, sér sæti á varamannabekk liðsins og Dean Henderson stendur í markinu.
Byrjunarlið Manchester United:
Henderson, Wan-Bissaka, Shaw, Maguire, Lindelof, McTominay, Pogba, Van de Beek, Greenwood, Rashford, Cavani.
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir nokkrar breytingar á sínu liði.
Salah og Firmino koma inn í byrjunarlið Liverpool eftir að hafa verið á varamannabekk liðsins fyrir leikinn gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Sadio Mané sest á bekkinn.
Fabinho og Rhys Williams mynda miðvarðarpar liðsins í leiknum.
Byrjunarlið Liverpool:
Alisson, Alexander-Arnold, Robertson, R. Williams, Fabinho, Thiago, Wijnaldum, Milner, Jones, Salah, Firmino.