fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Oliver þurfti að leita til sérfræðings vegna meiðsla – Hefur nú náð sér eftir langt bataferli

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 15:39

Oliver í leik með Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð hefur þurft að glíma við erfið meiðsli í nára undanfarið. Hann hefur nú náð sér af meiðslunum eftir að hafa hitt sérfræðing í Halmstad. Fjallað er um meiðsli Olivers í Norrköpings Tidingar í dag.

Endurhæfing Olivers hafði ekki gengið sem skyldi allt þar til hann hitti sérfræðing í sænsku borginni Halmstad. Oliver kom sér fyrir á hóteli í borginni og var undir handleiðslu sérfræðingsins næstu tvo mánuðina.

Hann hefur nú náð sér að fullu og getur einbeitt sér að komandi tímum með Norrköping.

Oliver er fæddur árið 2002, hann spilar sem miðvörður og gekk til liðs við Norrköping frá uppeldisfélagi sínu ÍA í janúar árið 2019.

Norrköping er þekkt fyrir að vera félag þar sem Íslendingar hafa blómstrað. Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, eru góð dæmi um það.

Nú eru þrír Íslendingar á mála hjá félaginu. Auk Olivers eru þar Finnur Tómas Pálmason og fyrrnefndur Ísak Bergmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher fjölskyldan fær ríkisborgararétt á Möltu og sonurinn gæti spilað fyrir landsliðið

Carragher fjölskyldan fær ríkisborgararétt á Möltu og sonurinn gæti spilað fyrir landsliðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fóru í stutta gönguferð en var brugðið við að sjá allan viðbjóðinn – Tóku allt upp á myndband

Fóru í stutta gönguferð en var brugðið við að sjá allan viðbjóðinn – Tóku allt upp á myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega

Þrjú ensk stórlið vilja Svíann efnilega
433Sport
Í gær

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka