fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Özil kveður Arsenal með hjartnæmri kveðju – „Ég verð stuðningsmaður Arsenal allt mitt líf“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsskipti Mesut Özil frá Arsenal til Fenerbache verða staðfest á næstu dögum. Leikmaðurinn hefur spilað með Arsenal síðan árið 2013 og birti í dag kveðju til stuðningsmanna liðsins.

„Frá fyrstu stundu hefur mér liðið eins og heima hjá mér. Það var tekið á móti mér með opnum örmum af starfsliði Arsenal, liðsfélögum og það sem mestu máli skiptir, af stuðningsmönnum. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það traust sem ég fékk frá Arsene Wenger,“ er meðal þess sem Özil ritar til stuðningsmanna félagsins.

Hjá Arsenal spilaði Özil 254 leiki, skoraði 44 mörk og gaf 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

„Þrátt fyrir að ég muni ekki spila aftur fyrir félagið þá mun ég ávallt styðja það í öllum leikjum. Ég verð stuðningsmaður Arsenal allt mitt líf, á því liggur enginn vafi,“ skrifaði Mesut Özil í kveðju til stuðningsmanna Arsenal

Síðasti leikur Özil fyrir Arsenal kom í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í á þessu tímabili og var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

„Síðustu mánuðir hafa ekki verið auðveldir. Eins og allir aðrir leikmenn vill ég spila hverja einustu mínútu. Það er hins vegar þannig í lífinu að hlutirnir eru ekki alltaf eins og maður vill að þeir séu. Það er hins vegar mikilvægt að líta á ljósu punktana,“ skrifaði Özil um síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Undirbúa sig undir það að enski landsliðsmaðurinn fari – Tveir á blaði

Undirbúa sig undir það að enski landsliðsmaðurinn fari – Tveir á blaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun Arsenal festa kaup á framherja Liverpool?

Mun Arsenal festa kaup á framherja Liverpool?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úlfur mjög óvænt rekinn frá Fjölni

Úlfur mjög óvænt rekinn frá Fjölni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einlægur Adam sér lífið í nýju ljósi eftir erfiða mánuði – „Þú ert bara hlutur fyrir þeim, ekki manneskja“

Einlægur Adam sér lífið í nýju ljósi eftir erfiða mánuði – „Þú ert bara hlutur fyrir þeim, ekki manneskja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð