Nýlega bárust fréttir af slysi í Kleifarvatni og að mikill viðbúnaður viðbragðsaðila væri á leiðinni. Höfðu eflaust margir áhyggjur af því að um alvarlegt slys væri að ræða. Nú hefur það þó komið í ljós að slysið var ekki slys, heldur misskilningur.
DV ræddi við Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um málið en hann sagði þá að það væri líklegast bara búið að leysa það. „Þetta er í sjálfu sér bara búið sko, sem betur fer var þetta held ég alveg örugglega misskilningur,“ sagði Davíð í samtali við DV.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að um misskilning væri að ræða í samtali við mbl.is. Varðstjórinn sagði að aðgerðunum væri nú lokið við Kleifarvatn. Þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang sáu þeir að ekki var um slys að ræða, heldur einungis kafara sem var við köfun í vatninu